Anna Einarsdóttir, hönnuður HINDis-myndanna, er Snæfellingur að ætt og uppruna, fædd árið 1964.  Hún sinnti skrifstofu- og verslunarstörfum um árabil en átti sér draum um eigið fyrirtæki og allt annað að sýsla við.  Í apríl 2013 stofnaði hún fyrirtækið sitt, Hind, en vissi ekki þá hvert það skref myndi leiða hana.  

       Anna velti fyrir sér veitingarekstri, bókhaldsþjónustu, verslun, innflutningi og enn fleiru í nýja fyrirtækinu sínu en langaði innst inni til að byrja frá grunni, skapa eitthvað nýtt.  Hún staðnæmdist við þá staðreynd að ferðamönnum á Íslandi fjölgaði hratt og ferðaþjónustan var ört vaxandi markaður.  Hún fór í minjagripaverslanir í Reykjavík og víðar og komst að niðurstöðu sem birtist síðar í HINDis-myndum.

                                                           "Ég rak mig fljótlega á að það vantaði ljósmyndir í vöruvalið, merkilegt nokk, litmyndir af íslenskri náttúru í                                                                                    frumlegri útfærslu.  Í október 2013 fór ég að velta vöngum yfir því hvað hægt væri að gera og fékk margar                                                                                    hugmyndir,  sumar reyndar alveg glataðar!"

                                                             Í janúar 2014 kviknaði hugmynd um að brenna ljósmyndir í gler og er það gert erlendis                                               
                                                             Hjólin fóru að snúast og litla fyrirtækið mitt, Hind, er það eina á Íslandi sem hannar og
                                                             framleiðir ljósmyndir brenndar í gler.  Reyndar veit ég ekki um neitt annað fyrirtæki í allri Evrópu sem er í
                                                             hliðstæðri starfsemi!" 


                                                                                                    Viðskiptahugmynd verður veruleiki

 

       Anna náði mikilvægum áfanga í verkefninu þegar tókst að brenna myndir í gler nákvæmlega eins og hún vildi hafa þær.  Meira þurfti til svo hægt væri að hrinda sjálfri viðskiptahugmyndinni í framkvæmd.  Hún hannaði undirstöðu eða stall úr viði, með stæði fyrir teljós og rauf sem var þannig gerð að myndin hallaðist dálítið til að hún nyti sín sem best með bakljós frá kertinu eða án bakljóss í dagsbirtu.  Þessi undirstaða HINDis-myndanna er fallegt og frumlegt handverk úr gegnheilli Hnotu, smíðað af listamanninum Ólafi Sigurjónssyni í Forsæti


      

                                                         

 

                                                         HINDis nýtur hönnunarverndar Einkaleyfastofu

       Anna vandar val ljósmyndanna og þar þarf að mörgu að hyggja til að þær komi sem best út með eða án baklýsingar.  Markaðurinn hefur auðvitað líka sitt að segja.  Útlendir kaupendur eru einna hrifnastir af norðurljósamyndum en þeir íslensku horfa til  fleiri átta og staldra gjarnan við myndir af hálendi Íslands, Skorradalsvatni eða Litla-Kroppi í Borgarfirði, svo eitthvað sé nefnt.

        HINDis-myndir eru frumlegar og einstakar.  Þær njóta hönnunarverndar Einkaleyfastofu.  Þær eru seldar víða um land og unnt er líka að panta hér.

       Anna er allt í senn:  skapari og hönnuður HINDis-mynda, framleiðandi gripanna, kynningarfulltrúi og sölumaður.  Hjarta starfseminnar er heima hjá henni í Reykjavík og þar sinnir hún listinni, framleiðslunni og viðskiptunum í samfélagi við kisurnar sínar.  Þegar þarf að taka törn í að pakka inn myndum til sölu, í umbúðir sem Anna hannaði sjálf, er útkall í fjölskyldunni.  Pökkunartörn er fyrirtaks tilefni skemmtilegrar og gefandi samveru.  HINDis-myndir eru þannig fjölskylduvænar líka, ofan á allt annað.


                                                                             

 

 

Það má segja að íslensk náttúra sé eitt stórt listaverk.  Það er ekki á allra færi að ná því besta fram á ljósmynd og því eru ljósmyndirnar sem Hind býður upp á,  einungis teknar af frábærum ljósmyndurum.

Ljósmyndir í gleri hafa þann eiginleika að breytast eftir birtuskilyrðum.  
Ef þú hefur hana í glugga eða þar sem sólin nær til hennar, þá lýsist hún upp.  
Á kvöldin er mjög huggulegt að kveikja á kerti á bakvið myndina.  
En svo eru ljósmyndirnar sjálfar líka svo fallegar, bara við venjulega birtu. 

 


Knúið áfram af 123.is